Stundatöflulaus skóladagur 22.2.2023
22.02.2023
- Þar sem margir staðnemar eru fjarverandi í skíðaferð hefur verið ákveðið að prófa að hafa stundatöflulausan dag miðvikudaginn 22. febrúar. Dagurinn er þannig styttri en hefðbundinn kennsludagur.
- Nemendur og kennarar mæta í skólann 8:30. Nemendur sækja þá tíma sem kenndir væru á venjulegum miðvikudegi, en ekki skv. stundatöflu og fá mætingu fyrir að hitta kennara í sínum fögum.
- Kennarar vinna vinnu sína í stóra salnum og taka þar á móti nemendum eftir því sem þeir hafa tíma til. Nemendur geta unnið í verkefnum sínum hjá kennara eða annars staðar eftir samkomulagi.