Þemavika helguð heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna í FSN

Kristrún María Heiðberg, verkefnastjóri UNESCO-skóla á Íslandi kom í heimsókn og kynnti UNESCO og h…
Kristrún María Heiðberg, verkefnastjóri UNESCO-skóla á Íslandi kom í heimsókn og kynnti UNESCO og heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna fyrir nemendum og starfsfólki.

Dagana 18.-21. september er þemavika í Fjölbrautaskóla Snæfellinga, þar sem heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra þróun eru sett undir smásjána og þau fléttuð inn í vinnu nemenda með ólíkum hætti eftir áföngum. Þar hafa t.d. verið unnin verkefni á borð við hugtakakort þar sem heimsmarkmiðin eru tengd við matarsóun, verkefni sem tengja enskar bókmenntir, frá smásögum yfir í Shakespeare, við heimsmarkmiðin, myndaverkefni í félagsfræði svo eitthvað sé nefnt. Einnig er í einum áfanga nemendum gefið færi á að velja sér markmið, fjalla um sérstaklega og ígrunda um hvernig megi ná þeim. Þessum verkefnum er svo skilað með ýmsu móti, t.d. sem myndbönd, myndasýningar, myndrænar kynningar, hljóðkynningar og auðvitað skrifleg verkefni.

Fjölbrautaskóli Snæfellinga er sem stendur í umsóknarferli um að gerast UNESCO-skóli og að því tilefni kom Kristrún María Heiðberg, verkefnastjóri UNESCO-skóla á Íslandi í heimsókn og kynnti verkefnið og heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna fyrir nemendum og starfsfólki.

Hafi fólk áhuga á að kynna sér nánar starfsemi UNESCO-skóla eða heimsmarkmiðin sjálf er m.a. hægt að gera það hér:

UNESCO-skólar

Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna