Þann 14.október síðastliðin var Safnaráðstefna/Farskóli Safnamanna haldin í Stykkishólmi og meðal umræðuefna ráðstefnunnar var safnamenning, framtíð safna og viðhorf ungmenna til safna.
Þeir sem stóðu að ráðstefnunni höfðu samband við FSN og til að athuga hvort að hér væru nemendur sem hefðu áhuga á að vera með kynningu á ráðstefnunni og deila með gestum þeirra hugmyndum og viðhorfum varðandi söfn og safnamenningu.
Nokkrir nemendur í enskuáfanga hjá Lofti Árna Sigurbjörnssyni slógu til og sömdu kynningar á íslensku og ensku til þess að flytja fyrir safnafólk. Settur var hálftíma liður á dagskrá sem hér Lög unga fólksins – framtíðar fastagestir og sáu nemendur FSN alfarið um þann þátt.
Flytjendur kynninga urðu á endanum tveir. Halldóra Margrét Pálsdóttir samdi kynningu og flutti og á eftir henni flutti Eggert Sveinn Sigurðsson kynningu sem samin var af þeim Birni Ástvar Sigurjónssyni og Gunnlaugi Páli Einarssyni – báðum flytjendum var vel tekið og fengu lof í lófa fyrir góðar kynningar og faglegan flutning.
Kynningar og flutningur nemenda gekk mjög vel og á eftir sátu Halldóra og Eggert fyrir svörum gesta og stóðu þau sig með sóma, svöruðu vel og yfirgáfu sviðið undir lófaklappi gesta.
Stórskemmtilegt verkefni hér á ferð en þátttakendur græddu mikið á því að rannsaka og semja kynningu sem hafði tilgang utan skólans og komu þau fílelfd aftur í skólann enda þroskandi eldskýrn að flytja kynningu fyrir framan fleiri tugi af fagfólki sem vill spyrja framhaldsspurninga.