Ágæta samstarfsfólk og nemendur
Ég vil byrja á því að þakka ykkur öllum, bæði nemendum og starfsfólki fyrir frábæra viku. Það hafa allir lagst á eitt að láta hlutina ganga upp í þessu undarlega ástandi. Nálægðarmörkin, þ.e. eins meters reglan er virt og við sjáum að það gengur á sprittbirgðir þannig að við erum að muna að spritta okkur.
Á fundi neyðarstjórnar í morgun ákváðum við að taka næsta skref í útfærslu á skólahaldi miðað við 100 manna samkomuhámark og eins meters nálægðarmörkin. Þessir hópar mæta alla daga í skólann: Nýnemar, nemendur á starfsbraut og nemendur í Framhaldsdeild. Eldri nemendur í dagskóla, þ.e. þeir sem eru fæddir fyrir 2004 mæta í skólann samkvæmt skipulagi hér fyrir neðan. Þá verður u.þ.b. þriðjungur af eldri nemendum heima og lærir á TEAMS en 2/3 mæta í skólann.
Skipting á mætingu samkvæmt stafrófsröð er hér fyrir neðan:
- Mánudagur:
- Nemendur A-K mæta í skólann aðrir eru heima á TEAMS.
- Þriðjudagur:
- Nemendur G-Ö mæta í skólann aðrir eru heima á TEAMS.
- Miðvikudagur:
- Nemendur A-G OG L-Ö mæta í skólann aðrir eru heima á TEAMS.
- Fimmtudagur:
- Nemendur A-K mæta í skólann aðrir eru heima á TEAMS.
- Föstudagur:
- Nemendur G-Ö mæta í skólann aðrir eru heima á TEAMS.
Til minnis:
- Síðasti dagur fyrir töflubreytingar eru á mánudag 31.ágúst.
- Við munum merkja fastan viðverustað kennara í INNU.
- Við erum öll almannavarnir.
- Sprittum, munum handþvott og nálægðarmörkin.
Með góðri kveðju
Hrafnhildur skólameistari