Mynd tók Tómas Freyr Kristjánsson
Miðvikudaginn 18.september var haldinn forvarnardagur í FSN
Markmið með forvarnardeginum er að fræða ungt fólk um umferðaröryggi með því takmarki að gera þau að ábyrgari þátttakendum í umferðinni. Gera þeim grein fyrir ábyrgðinni sem fylgir því að vera ökumaður ásamt því að fræða þau um ýmsa þætti sem tengjast því að vera ungur og óreyndur ökumaður. Meginmarkmið forvarnardagsins er að fækka umferðarslysum og auka öryggi í umferðinni. Nemendur og starfsfólk hlýddu á fyrirlestra frá Samgöngustofu, lögreglu og 112 þar sem fjallað var um umferðaröryggi.
Síðan fóru nemendur út fyrir skólann og fylgdust með aðgerðum viðbragðsaðila á uppsettum slysavettvangi. Aðgerðum var lýst úr hátalara á meðan verið var að klippa nemenda (leikara) úr bílnum og flytja „slasaða“ í sjúkrabíl. Það er gaman að segja frá því að fyrirlesarar höfðu sérstaklega orð á því að nemendur FSN hafi verið mjög góðir hlustendur en þau höfðu gott hljóð og hlustuðu af fullri einbeitingu á fyrirlestarana.
Hér er tengill á myndir sem Tómas Freyr Kristjánsson tók á forvarnardeginum og var svo vinsamlegur að leyfa okkur að deila hér. Myndir frá forvarnardegi FSN