Mánudaginn 23. október lögðu nemendur og starfsfólk FSN land undir fót og heimsóttu Frystiklefann á Rifi. Tilgangur ferðarinnar var að horfa á heimildamyndina Heimaleikinn, sem fjallar um upprisu knattspyrnulið Reynis frá Hellissandi. Áhorfendur skemmtu sér konunglega og þótti myndin hin besta skemmtun.
Ekki skemmir fyrir að margir nemendur FSN koma fram í myndinni og má þess einnig geta að tveir nemendur skólans sömdu stuðningslag liðsins og einkennislag myndarinnar, þeir Hjörtur Sigurðarson og Davíð Svanur Hafþórsson. Þeir félagar fóru svo í viðtal á dögunum í morgunútvarpi K100 þar sem þeir fjölluðu um lífið á Hellissandi, tónlistarferilinn og skólann sinn, FSN. Hægt er að hlusta á viðtalið hér: K100 - Davíð og Hjörtur segja fáa rappara á Hellissandi (mbl.is).
Þá átti fyrrum kennari við skólann, Freydís Bjarnadóttir, stórleik í myndinni í fleiri en einum skilningi orðsins.
Við óskum öllum þeim sem komu að Heimaleiknum til hamingju með þessa frábæru mynd og hvetjum við öll þau sem ekki hafa séð hana enn að drífa í því á meðan myndin er í sýningu.
Heimaleikurinn sýndur í frystiklefanum og nemendur FSN í útvarpinu