Nemendur og starfsfólk sátu námskeið um: Fjölmenningarfærni – Staðalímyndir, fordóma og inngildingu

Jovana Pavlovic frá Símenntun Vesturlands fræðir nemendur og starfsfólk um fjölmenningarfærni – Sta…
Jovana Pavlovic frá Símenntun Vesturlands fræðir nemendur og starfsfólk um fjölmenningarfærni – Staðalímyndir, fordóma og inngildingu á námskeiði í FSN.

Í fjölmenningarlegu samfélagi er mikilvægt að auka meðvitund um þær áskoranir sem geta falist í ólíkri sýn og ólíkum venjum þannig að veita megi faglega þjónustu í samfélagi margbreytileikans.
í dag fengum við námskeið frá Símenntun á Vesturlandi um fjölmenningarfærni, staðalímyndir, fordóma og inngildingu.  Jovana Pavlovic og Guðrún Vala Elísdóttir voru með  fræðslu og vinnustofu um fordóma, ólíka menningu, staðalmyndir og fjölmenningarsamfélag. Nemendur og starfsfólk unnu saman verkefni í vinnustofum og urðu umræðurnar mjög áhugaverðar og lifandi. 

Markmið námskeiðsins er að auka meðvitund um fjölmenningu og efla jákvæð samskipti á milli fólks af ólíkum uppruna.

Í lok námskeiðs eiga þátttakendur að:

  • Hafa öðlast þekkingu á mismunandi birtingarmyndum fordóma í nútímasamfélögum, sérstaklega staðalímyndum.
  • Vera meðvitaðir um samskipti þeirra við fólk af erlendum uppruna og þá hvort eitthvað megi gera betur.
  • Hafa fengið innsýn í kosti fjölmenningar.
  • Hafa hugað að inngildingu og aðlögun í málefnum fólks af erlendum uppruna.
  • Hugað að því hvernig hægt sé að veita góða þjónustu og sýna gott viðmót í samskiptum við einstaklinga af erlendum uppruna.
  • Námskeiðið er í um það bil 4 tíma og  skiptist í fyrirlestur og vinnustofur. 

Eftir námskeiðið gæddu nemendur og starfsfólk sér á ljúfengri köku.