Gengið var á Saxhól
Nemendur í áfanganum ÍSJA fóru á dögunum í ferð þar sem Eyrbyggjuslóðir voru skoðaðar. ÍSJA er samþættur áfangi íslensku og jarðfræði þar sem nemendur lesa Eyrbyggja sögu og læra um jarðfræði Snæfellsness og söguslóðir Eyrbyggju. Ferð þessi var hluti af lokaverkefni áfangans en nemendur áttu að halda kynningu um atburði sögunnar ásamt því að fræða samnemendur sína um náttúrufyrirbrigði á svæðinu. Nemendur létu ekki íslenskt „vorhaglél“ á sig fá og fengu góða æfingu í að halda kynningar við krefjandi aðstæður.
ISJA stendur fyrir íslensku og jarðfræði . Áslaug Sigvaldadóttir og Þiðrik Örn Viðarson kenna þennan áfanga og Áslaug var svo vinsamleg að taka nokkrar myndir í ferðinni og má skoða þær hér: ISJA ferð vorið 2024