100. fundur skólanefndar Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Frá vinstri: Kristinn Jónasson, Helga Guðmundsdóttir, Sólrún Guðjónsdóttir, Björg Ágústsdóttir, Birt…
Frá vinstri: Kristinn Jónasson, Helga Guðmundsdóttir, Sólrún Guðjónsdóttir, Björg Ágústsdóttir, Birta Antonsdóttir, Hrafnhildur Hallvarðsdóttir og Guðrún Jóna Jósepsdóttir. Myndina tók Tómas Freyr Kristjánsson

Skólanefnd FSN hélt sinn 100.fund 26.nóvember síðastliðinn í húsnæði skólans. 

Það er gaman að segja frá því að fyrsti fundur skólanefndar FSN var haldinn 9. desember 2003 en þá var hvorki búið að ráða skólameistara né var hafin vinna við skólabygginguna. Það er líka gaman að segja frá því að einn fulltrúi í skólanefnd hefur setið í nefndinni frá upphafi en það er núverandi formaður, hún Björg Ágústdóttir sem hefur verið í nefndinni frá upphafi.

Það er fróðlegt að lesa fundargerðir skólanefndar frá upphafsdögum skólans en fundargerðirnar má finna á heimsíðu skólans.

26.nóvember var 100,fundur skólanefndar haldinn í húsnæði skólans og við það tækifæri var þessi mynd tekin. 

Í skólanefnd Fjölbrautaskóla Snæfellinga árið 2023 - 2027 sitja:

Kristinn Jónasson
Thelma Dögg Harðardóttir
Gerður Björk Sveinsdóttir
Björg Ágústsdóttir
Helga Guðmundsdóttir

Áheyrnarfulltrúi kennara er Birta Antonsdóttir og áheyrnarfulltrúi nemenda er Sara Egilsdóttir´.