25. Nóvember Alþjóðlegur dagur gegn kynbundnu ofbeldi – Samstarf UNESCO-skóla

25. nóvember er alþjóðlegur dagur gegn kynbundnu ofbeldi, dagurinn markar jafnframt byrjun 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Yfirskrift átaksins í ár er því „Every 10 Minutes, a woman is killed. #NoExcuse. UNiTE to End Violence against Women.“ Ein af hverjum þremur konum og stúlkum hafa verið beittar líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi einhvern tímann á ævinni. Stúlkur eru í sérstakri hættu á að verða fyrir ofbeldi - 1 af hverjum 4 unglingsstúlkum verður fyrir ofbeldi í nánu sambandi.16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi er alþjóðlegt átak sem hefst 25. nóvember á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi og lýkur 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum.