Alþjóðlegi mannréttindadagurinn 10. desember

Þann 25. nóvember sl. hófst 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur til 10. desember. Yfirskrift átaksins í ár er ,,Every 10 minutes a woman is killed. #NoExcuse. Unite to End Violence against Women“.  Ein af hverjum þremur konum og stúlkum hafa verið beittar líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi einhvern tímann á ævinni. Í dag á alþjóðalega mannréttindadeginum lýkur þessu 16 daga átaki og í tilefni þess fá nemendur og starfsfólk Fjölbrautaskóla Snæfellinga kynningu á Amnesty International. Amnesty Internati­onal er alþjóðleg mann­rétt­inda­hreyfing rúmlega tíu milljóna einstak­linga í meira en 150 löndum. Þau berj­umst fyrir heimi þar sem sérhver einstak­lingur nýtur mann­rétt­inda sinna.