Hæfileikaríkt ungt fólk á Snæfellsnesi

Hljómsveitin ásamt sönghópnum Mæk. Efri röð f.v. Trausti Leó Gunnarsson gítarleikari, Jón G. Breiðfj…
Hljómsveitin ásamt sönghópnum Mæk. Efri röð f.v. Trausti Leó Gunnarsson gítarleikari, Jón G. Breiðfjörð Álfgeirsson trommuleikari, Jón Sindri Emilsson bassaleikari, Þorkell Máni Þorkelsson píanóleikari og Haukur Páll Kristinsson hljóðmaður. Neðri röð f.v. Freyja Líf Ragnarsdóttir með dóttur sína Malíu Mist, Kristbjörg Ásta Viðarsdóttir, Amelía Rún Gunnlaugsdóttir og Gréta Sigurðardóttir með dóttur sína Ylfu Karen. Ljósm. GJJ

Það var gaman að sjá frétt í Skessuhorni um jólatónleika sönghópsins Mæk ásamt hljómsveit. Flytjendur á þessum tónleikum er ungt fólk af Snæfellsnesi og það er einstaklega gaman að segja frá því að öll eru þau útskrifuð frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Það er líka ánægjulegt hve mörg þeirra voru í Stórsveit Snæfellsness sem var sérstakur áfangi hér við skólann. Við getum svo sannarlega verið stolt af unga fólkinu okkar.

Hægt er að lesa nánar um tónleikana í Skessuhorni.