Haustfrí og námsmatsdagar

Næstu viku er haustfri og námsmatsdagar, Starfsfólk FSN nýtir haustfríið til að fara til Portúgal og heimsækja skóla sem nota leiðsagnarmat líkt og FSn. Þessa daga er því ekki kennsla. Kennarar munu gefa nemendum sínum umsögn í öllum áföngum. Umsagnir munu birtast í INNU og foreldarar/forráðmenn nemenda yngri en 18 ára geta lesið umsagnir um árangur og ástundun hjá sínu barni.

Við FSN er notað leiðsagnarmat.  Einkenni leiðsagnarmats er að nemandinn er þátttakandi í námsmatsferlinu og leitast er við að gera námsmatið að órjúfanlegum hluta af námi hans. Matið þarf því að vera innbyggt í kennsluna og kennarar gera ráð fyrir námsmati um leið og kennsla er undirbúin. Megintilgangur leiðsagnarmats er að gera nemendur meðvitaða um það sem þeir læra, hvernig þeir læra og til hvers er ætlast af þeim. Leiðsagnarmat byggist á góðri endurgjöf frá kennurum sem nemendur geta nýtt sér til að verða meðvitaðir um eigin námsframvindu, skýrum markmiðum og matsviðmiðum til að nemendur geti vitað til hvers er ætlast af þeim. Nemendur fá tækifæri til að meta eigið nám með sjálfsmati svo þeir skilji tilganginn með námi sínu og hvað þarf til að ná árangri.

Einkunnir 

Nemendur fá kennsluáætlanir í hverjum áfanga þar sem meðal annars er tilgreint hvernig námsmati í áfanganum skuli háttað. Kennarinn útskýrir námsmatið fyrir nemendum en mikilvægt er að öllum sé ljóst til hvers er ætlast.

  • Nemendur fá umsögn tvisvar sinnum yfir önnina. Þessar umsagnir eiga að gefa nemendum, foreldrum/forráðamönnum og umsjónarkennurum hugmynd um stöðu nemandans í námi. 
  • Við annarlok er námsárangur metinn til einkunnar.