Jafnréttisdagar háskólanna hefjast í dag

5.heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er jafnrétti kynjanna
5.heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er jafnrétti kynjanna

Jafnréttisdagar hefjast í dag og standa til fimmtudagsins 13. febrúar. Er þetta í sautjánda sinn sem Jafnréttisdagar eru haldnir í Háskóla Íslands. Markmiðið með Jafnréttisdögum er að skapa umræðu um jafnréttismál í víðum skilningi og gera þau sýnileg innan skólans sem utan.

Hatursorðræða og mismunun eru meginþemu Jafnréttisdaga í ár. Viðburðirnir fara fram á íslensku eða ensku eða báðum tungumálunum.

Á þriðja tug viðburða fara fram í vikunni en þeir verða ýmist á staðnum eða í streymi. Dagskrána má finna hér: Dagskrá Jafnréttisdaga 2025 

Jafnréttisdagar eru samstarfsverkefni allra háskóla landsins, og upplýsingar um einstaka viðburði í Háskóla Íslands og öðrum háskólum má finna á Facebooksíðu Jafnréttisdaga og á vef Jafnréttisdaga.