Jólakveðja

Fjölbrautaskóli Snæfellinga óskar öllum nemendum, starfsfólki og öðrum velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir samstarfið á árinu.

Skrifstofa skólans verður lokuð frá og með 21. desember 2024 til og með 3 . janúar 2025.

Skrifstofan opnar kl. 10:00.

Stundatöflubirting í INNU verður 3. janúar 2025.

 

Skólasetning og fyrsti kennsludagur á vorönn 2025 er mánudagurinn 6. janúar kl. 8:30. Að lokinni skólasetningu hefst kennsla samkvæmt stundatöflu.

Kennsla fyrir fjarnemendur hefst á sama tíma og fyrir staðnemendur.