Síðasti kennsludagur á haustönn 2024 var í gær, fimmtudaginn 12.desember. Nú eru nemendur komnir í jólafrí en kennarar vinna að námsmati, 18,desember munu lokaeinkunnir annarinnar birtast nemendur í INNU, Útskriftarhátíð FSN verður svo haldin föstudaginn 20.desember klukkan 14.00 Að útskriftarhátíðinni lokinni tekur við jólafrí hjá starfsfólki. Fyrsti kennsludagur á vorönn 2025 er á þrettándanum, 6.janúar en þann dag hefst kennsla samkvæmt stundaskrá.
Það er rétt að minna á að enn er hægt að innrita sig í fjarnám við skólann: Innritun í fjarnám.Það er enn pláss fyrir nemendur í marga áhugaverða áfanga. Sem dæmi má nefna myndlist, sálfræði, sögu, félagsfræði og heimspeki svo eitthvað sé nefnt. Hægt er að skoða áfangaframboð á heimasíðu skólans og námsráðgjafi og aðstoðarskólameistari veita nánari upplýsingar og aðstoð í síma 430-8400 eða í tölvupósti; Agnes námsráðgjafi; agnes@fsn.is og Sólrún aðstoðarskólameistari, solrun@fsn.is
Fjarnám við Fjölbrautaskóla Snæfellinga er hugsað fyrir þá sem geta ekki stundað nám á hefðbundinn hátt eða kjósa að vera í fjarnámi. Fjarnám kallar á meiri ábyrgð og sjálfsaga en nám í dagskóla og eykur þekkingu, kunnáttu og hæfni til vinnu án staðsetningar.
Nemendur hafa aðgang að kennurum í gegnum TEAMS, tölvupóst eða kennsluvefinn MOODLE. Sömu kröfur eru gerðar til námsins, hvort sem um er að ræða fjarnám eða staðnám.