Kynningar á lokaverkefnum stúdentsbrauta

Anna Sigrún Kjartansdóttir, Hanna María Guðnadóttir og Hermann Oddsson kynntu lokaverkefni sín fyrir…
Anna Sigrún Kjartansdóttir, Hanna María Guðnadóttir og Hermann Oddsson kynntu lokaverkefni sín fyrir nemendum og starfsfólki skólans.

Nemendur sem eru að ljúka námi á stúdentsbrautum taka áfanga sem heitir lokaverkefni stúdentsbrauta.  Áfanginn er unninn á síðasta námsári. Nemendur velja sér viðfangsefni og skipuleggja það  í samráði við leiðbeinanda. Hægt er að útfæra verkefnin á ýmsan hátt, s.s. í formi ritgerðar, vefsíðu, heimildamyndar, sýningar, tímaritsgreinar, bókagerðar, portfolio, útvarpsþáttar eða rannsóknarskýrslu. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæð og skapandi vinnubrögð.  Afrakstur allra lokaverkefna er kynntur í annarlok á sal skólans.

Þann 10.desember fóru fram kynningar á lokaverkefnum útskriftarnema, er þessi viðburður opin öllum. Lokaverkefnin eru unnin í áfanga sem nemendur taka á sínu síðasta námsári. Nemendur hafa nokkuð frjálsar hendur um það hvernig þau útfæra verkefnin sín. Ef þau skila inn afurð þá skila þau einnig inn skýrslu sem inniheldur meðal annars fræðilegar heimildir.

Á þessari önn skiluðu sjö nemendur inn lokaverkefnum og voru þau mjög fjölbreytt, heimasíða um húðflúr, tálguð dýr, kort með upplýsingum um Snæfellsnes, hlaðvarp um nikótín og orkudrykkjaneyslu ungmenna, ritgerðir um raðmorðingja og sögu Toyota og einn nemandi skrifaði bók um sína sögu. Allir lögðu mikla vinnu í vinnu í verkefnin sín og stóðu sig með stakri prýði.

Kennarar hafa séð um þennan áfanga til skiptis og á haustönn var Birta Antonsdóttir kennari í þessum áfanga. Í þetta sinn voru það útskriftarefnin Anna Sigrún Kjartansdóttir, Hanna María Guðnadóttir og Hermann Oddsson sem kynntu lokaverkefni sín fyrir nemendum og starfsfólki skólans.