Loftur Árni með vinnustofu á Stefnumóti við gervigreind

Loftur Árni kennari og verkefnastjóri við innleiðingu gervigreindar í FSN
Loftur Árni kennari og verkefnastjóri við innleiðingu gervigreindar í FSN

Loftur Árni Björgvinsson, kennari við FSN tók á dögunum þátt í viðburði á Menntavísindasviði sem kallaðist; Stefnumót við gervigreind. Loftur Árni hefur verið frumkvöðull í FSN varðandi nýtingu gervigreindar og er nú verkefnastjóri í innleiðingu gervigreindar við FSN þannig að hún nýtist sem best nemendum og starfsfólki í námi og starfi.