Nemendur í nýsköpunaráfanga kynntu vörur og voru með sölubása.

Í dag kynntu nemendur í nýsköpunaráfanga 4 sínar vörur. Nemendurnir undirbjuggu og opnuðu sölubása með hönnunum sem þau hafa unnið að á vorönn.

Vörurnar sem voru kynntar:

  • Twisttop bottle – frábær lausn fyrir þá sem mola mikið niður en vilja t.d. ekki missa molið í bílinn – gott í ferðalagið og útileguna. Auk þess er hægt að nota sem glas.
  • Insubag - Fartölvu taska sem heldur tölvunni heitri (á köldum vetrardögum).
  • Ice Dragon – bolur sem hannaður var frá grunni og prentað á hann í aðstöðu okkar í FSN.
  • Matarbakki – fyrir þá sem eru mikið á ferðinni og vilja telja macros.
  • Beaded bloom – skartgripir búnir til af nemanda – sölusíða.

 

Hérna eru myndir sem Alexander Ákason tók í morgun.