Skíðaferð

Í dag fara 16 nemendur ásamt kennara sínum honum Gísla Pálssyni á skíði í Bláfjöll. Þessi nemendahópur stundar nám í íþróttaáfanganum vetraríþróttir.

Í áfanganum er farið yfir mikilvægi hreyfingar fyrir heilsuna, fjölbreytta möguleika til útiveru yfir vetrartímann og búnað sem þarf að hafa til að stunda ýmisskonar vetraríþróttir. Eftir áfangann er vonast til að nemendur geti iðkað fjölbreyttar vetraríþróttir, klætt sig eftir veðri og hafi kynnst því að hægt er að stunda fjallamennsku að vetri eins og að sumri og geti nýtt sér vetraraðstæður til líkamsrækrar og heilbrigðra lífshátta.