Skóalaakstur fellur niður í dag

Skólaakstur fellur niður í dag vegna slæmrar veðurspár
Skólaakstur fellur niður í dag vegna slæmrar veðurspár

Skólaakstur fellur niður í dag vegna slæmrar veðurspár. Kennsla fer fram á teams og það er mætingarskylda eins og venjulega. Á heimasíðu skólans er: Áætlun vegna illviðris og/eða ófærðar

Ef veður er slæmt að morgni eða veðurspá er slæm gerist þetta:

Upplýsingar um veður og færð skoðaðar klukkan 7 að morgni og húsvörður og rútubílstjórar ræða ástandið.
Ef ástæða er til að þeirra mati að fella niður skólaakstur hefur húsvörður samband við skólameistara eða aðstoðarskólameistara.
Verði ákveðið að fella niður skólaakstur verður það sett á heimasíðu og fésbókarsíðu skólans kl 7:30.
Nemendur og starfsfólk fá send símskilaboð. (SMS)
Kennsla fer fram á TEAMS samkvæmt stundatöflu ef skólaakstur fellur niður vegna veðurs.