Viljayfirlýsing um samstarf á milli FSN og svæðisgarðsins undirrituð

Ragnhildur Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins Snæfellsnes og Hrafnhildur Hallvarðsdóttir…
Ragnhildur Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins Snæfellsnes og Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Í dag undirrituðu Ragnhildur Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Svæðisgarðs Snæfellsness og Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga undir viljayfirlýsingu um samstarf.

Allir ættu að geta verið sammála um að Fjölbrautaskóli Snæfellinga sem nú hefur starfað í tuttugu ár og Svæðisgarðurinn Snæfellsnes sem var stofnaður fyrir tíu árum hafa gert mikið til að auka samstarf og samvinnu á Snæfellsnesi. Með þessari viljayfirlýsingu er ætlunin að efla enn frekar samstarf og sýnileika á milli þessara stofnana.

Árangur af samstarfsverkefnum FSN og Svæ Snæ hingað til hefur verið góður. Í ár var lögð lokahönd á samstarfsverkefni um umhverfisvæna nýsköpun fyrir ungt fólk sem unnið var með skólum, stofnunum, fyrirtækjum og menntastofnunum í Noregi, á Íslandi og á Írlandi. S.l tvö ár var unnið lýðvísindaverkefni (Citizen sience) um selatalningar og umhverfisþætti á Snæfellsnesi í samstarfi við innlenda og erlenda samstarfsaðila. Starfsmaður Svæðisgarðsins hefur verið með fræðslu um Snæfellsnes inn í áfanga FSN og frætt nemendur um verkefni Svæðisgarðsins, náttúru, menningu og þjónustu á Snæfellsnesi. Eins hefur verið fundað með kennurum og öðrum starfsmönnum um möguleg samstarfsverkefni. Það er fagnaðarefni að hægt verði að efla þetta samstarf enn frekar og við hlökkum til samvinnunnar.