Westside

Við þökkum styrktaraðilum fyrir stuðning við kaup á bolum.
G.RUN í Grundarfirði
Þórsnes ehf í Styk…
Við þökkum styrktaraðilum fyrir stuðning við kaup á bolum.
G.RUN í Grundarfirði
Þórsnes ehf í Stykkishólmi
Fiskmarkaður Íslands í Snæfellsbæ

Framhaldsskólarnir á Vesturlandi hafa á undanförnum árum haldið samkomu sem ber nafnið „West Side“. Á þessari samkomu hittast nemendur frá framhaldsskólunum á Akranesi, Borgarnesi og í Grundarfirði.

Westside verður haldið í Menntaskóla Borgarfjarðar í dag 24.október 2024.

Fjörið byrjar kl. 16:30 með því að keppt verður í nokkrum greinum og svo verður spurningakeppni í anda Gettu betur. 

Heiðarleg keppni, virðing og kurteisi, gaman saman !

Eftir það verður ball.

Þar af leiðandi fara rútur fyrr heim í dag og klukkustund seinna í skólann á morgun.

Skólarútan fer í dag heim kl. 14:15 og á morgun fer hún af stað 8:55 frá Stykkishólmi og 8:50 frá Hellissandi.