Fréttir

Sýning á verkum nemenda föstudaginn 10. maí

Opið hús frá kl. 11:00 - 13:00 Allir velkomnir
Lesa meira

Innritun fyrir haustönn 2019

Lokainnritun fyrir nemendur sem útskrifast úr 10. bekk: Innritunartímabilið er 6. maí - 7. júní. Innritun eldri nemenda Innritunartímabilið er 7. apríl - 31. maí. Fjar- og dreifnám og nám í kvöldskóla
Lesa meira

Boðskort á útskrift

Fjölbrautaskóla Snæfellinga 25. maí, Hátíðin hefst kl.14:00 í hátíðarsal skólans í Grundarfirði.
Lesa meira

Nemendur fræðast um plastmengun á strandsvæðum Íslands

Röskir nemendur í innangi að náttúruvísindum vinna nú að verkefni um plastmengun á strandsvæðum Íslands. Fyrsti hluti verkefnisins hófst í gær en þá var hluti fjörunnar við Torfabót hreinsuð. Gengnir voru alls 270 metra af fjörunni og söfnuðust rúmlega 3 fullir ruslapokar. Áframhald af verkefninu er að reyna að greina uppruna ruslsins og fræðast um áhrif plasts á umhverfið.
Lesa meira

Þjóðleikur

Nemendur í leiklistaráfanga FSN ásamt Hafrúnu Bylgju Guðmundsdóttur hafa sett upp og æft leikverk sem þau sýna á lokahátíð Þjóðleiks á Hólmavík 30.apríl-1.maí. Allir eru velkomnir á þessa hátíð.
Lesa meira

Páskafrí

Lesa meira

Heimsókn frá Malaga

Í þessari viku dvöldu skólastjórnendur og kennarar frá IES Santa Bárbara skólanum í Malaga á Spáni hjá Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Gestirnir voru hér í gegnum Job shoadow verkefni Erasmus+ verkefnaáætlunar Evrópusambandsins til að fylgjast með og fræðast um kennsluhætti og starfsemi FSN. Þau Antonio, Cristóbal, Isabel og Louisa voru mjög ánægð með dvölina og þótti einstaklega merkilegt að sjá kennslu í opnum rýmum og þá tækni sem notuð er við nám og kennslu í skólanum og buðu starfsfólki og nemendum að koma í heimsókn til sín við tækifæri.
Lesa meira

Innritun hafin í fjarnám

Innritun er hafin í fjarnám í Fjölbrautaskóla Snæfellinga haustið 2019. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar um innritun má finna undir flipanum Fjarnám efst á heimasíðunni.
Lesa meira