Tveir nemendur FSN fóru í skiptinám á vegum AFS á Íslandi í upphafi síðustu annar, það voru þau Eyþór Júlíus Hlynsson og Ólöf Harpa Aðalsteinsdóttir. Við tókum þau í viðtal til að fá að skyggnast inn upplifun þeirra og lærdóm af því að fara erlendis í skiptinám.
Eyþór Júlíus fór til Slóvakíu í 3 mánuði í bæ sem heitir Vráble. Vráble er í suð-vestur Slóvakíu.
Skólinn sem Eyþór fór í heitir Gymnázium Vráble, það voru ca. 75-150 nemendur í skólanum.
Það sem var áhugaverðast við skólann var hvernig tímarnir voru. Í tíma voru kennararnir að tala allan tímann og nemendur glósuðu. Það voru líka fastar stofur á hvern bekk og pásurnar voru mjög stuttar milli tíma, en það gerði skóladaginn mikið styttri og voru þeir yfirleitt ekki lengri en fram að hádegi.
Það sem stóð upp úr þessu námi var meira sjálfstraust og hann þroskaðist mikið af þessar dvöl.
Eyþór segir að Slóvakía sé fallegt land með fullt af kastölum og kirkjum sem vert er að skoða.
Ólöf Harpa fór til Ungverjalands í 5 mánuði.
Bærinn sem hún var í heitir Veszprém sem er staðsettur suð-vestur af Búdapest og er 15 km frá Balaton vatninu. Skólinn sem Harpa var í heitir Vetési Albert Gimnázium, það eru rúmlega 600-700 nemendur í honum.
Það sem henni þótti áhugavert við skólann var meira eins og grunnskóli en framhaldsskóli fyrir mér. Það voru tölvuherbergi og það voru einu tímarnir sem þú þurftir að nota tölvu til að læra í, en í hinum tímunum varstu með skólabækur og það var allt lærdómsefnið þitt. Það sem var frábrugðið honum við FSN er að þú fékkst heimavinnu fyrir daginn en þurftir ekki að skila því til kennara, kennarar treystu bara á þig að læra heima hjá þér fyrir næsta tíma. Það voru aldrei nein sérstök skil á föstudögum, þar sem það voru engin verkefni nema heimavinna sem enginn fór yfir. Aðra hverja viku voru próf og þannig fékkstu einkunnir fyrir áfangann.
Að lokum eru hér svo nokkrar myndir frá dvöl þeirra sem þau gáfu okkur leyfi til að birta.