Mynd af skólahúsnæði FSN.
Myndina tók Tómas Freyr Krisjánsson
Félagar í Kennarasambandi Íslands í FSN hafa samþykkt að fara verkfall og var frétt um verkfallsboðun birt á vef Kennarasambands Íslands í gær. Verkfallið hefst föstudaginn 21.febrúar ef ekki hafa náðst samningar fyrir þann tíma. Þangað til verður engin breyting á skólahaldi frá því sem nú er og kennt verður samkvæmt stundaskrám og kennsluáætlunum áfanga sem voru lagðar fram í upphafi annar. Ég vil hvetja nemendur til að sinna náminu vel eins og hingað til og mæta vel í kennslustundir og nýta þær sem best.
Komi til verkfalls er rétt að þetta komi fram:
- Allir kennarar skólans, náms- og starfsráðgjafi, deildarstjóri starfsbrautar og aðstoðarskólameistari eru öll í Kennarasambandi Íslands og munu því fara í verkfall.
- Skólameistari mun ekki fara í verkfall.
- Skrifstofa skólans verður opin og starfsfólk skrifstofu mun ekki fara í verkfall,
- Skólinn verður opinn á virkum dögum á meðan verkfalli stendur.
Við vonum svo sannarlega að ekki komi til verkfalls og samningar takist sem fyrst.
Ef til verkfalls kemur verða nánari upplýsingar sendar út.
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, skólameistari FSN