Fjölbrautaskóli Snæfellinga.
Myndina tók Tómas Freyr Kristjánsson
Í dag er Framhaldsskólahermir í Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Þann dag koma nemendur 10.bekkja á Snæfellsnesi í skólann og fá að kynnast skólalífinu, náminu, nemendafélaginu og starfsfólki skólans. Þetta hefur verið árlegur viðburður í nokkur ár og hefur vakið lukku hjá nemendum, foreldrum og velunnurum skólans. Framhaldsskólahermir verður síðar í mánuðinum fyrir 10.bekkinga á sunnanverðum Vestfjörðum í Framhaldsdeild skólans á Patreksfirði.