
Starfsandi með besta móti í FSN samkvæmt Stofnun ársins
Niðustöður úr könnuninni Stofnun ársins sem framkvæmd var í lok árs 2024 voru kynntar á dögunum. Könnunin kom vægast sagt vel út fyrir Fjölbrautaskóla Snæfellinga sem voru í fimmta sæti í heildareinkunn meðal framhaldsskóla, og í öðru til þriðja sæti í einkunnaþætti sem snýr að starfsanda, þar sem skólinn skoraði 4,81 af 5 mögulegum.
Mat starfsfólks skólans hefur þá batnað talsvert í öllum einkunnaflokkum nema einum, en flokkana má sjá á myndinni sem fylgir fréttinni. Þar má einnig sjá einkunnir í téðum flokkum saman borið við allar stofnanir annars vegar og hins vegar aðra fjölbrautaskóla.
Skoða má niðurstöður könnunarinnar og bera saman árangur á milli skóla hér: Stofnun ársins - framhaldsskólar - 2024 – Calculator Studio