Þemavika í FSN

Fjölbrautaskóli Snæfellinga-  Myndin er tekin af Tómasi Frey Kristjánssyni.
Fjölbrautaskóli Snæfellinga- Myndin er tekin af Tómasi Frey Kristjánssyni.

Þessa vikuna verður hefðbundin kennsla brotin upp, Nemendum er skipt upp í hópa fyrir hádegi og hver hópur fær úthlutað landi og verkefnum þeim tengdum. Verkefnin felast meðal annars í því að læra orð og setningar á tungumálinu, t.d. kveðjur, tölur og einfaldar spurningar. Þá þarf hópurinn að finna grunnupplýsingar um löndin, svo sem staðsetningu, íbúafjölda og helstu kennileiti. Matarmenning landanna er skoðuð, listir og tónlist og íþróttamenning landanna,  Hóparnir verða síðan með kynningu á verkefninu í lokin.  Eftir hádegið velja nemendur sér nýja hópa, þá snúast verkefnin t.d. um það að spila félagsvist, keppa í pílu, baka muffins, baka eða gera mósaik.

Á fimmtudaginn verður svo árshátíð nemendafélagins.