Verkfall félaga í Kí hófst á miðnætti 21.febrúar

Á miðnætti hófst verkfall kennara og stjórnenda sem eru í Kennarasambandi Íslands. Nemendur mæta ekki í kennslustundir fyrr en verkfalli lýkur. 

Nemendur þurfa að fylgjast vel með fréttum og upplýsingum á heimasíðu og facebook FSN varðandi stöðu mála og mun skólameiststari setja inn upplýsingar ef eitthvað breytist.

Frá skólameistara vegna verkfalls

  • Þau sem fara í verkfall eru allir framhaldsskólakennarar, náms- og starfsráðgjafi,  aðstoðarskólameistari og deildarstjóri starfsbrautar.
  • Þau sem ekki fara í verkfall eru skrifstofufulltrúi, húsvörður, ræstitæknir umsjónarmaður tölvumála, skrifstofustjóri, fjármálastjóri, deildarstjóri á Patreksfrirði og skólameistari.
  • Engin kennsla verður í skólanum meðan á verkfalli stendur og engum er heimilt að ganga í störf kennara.
  • Kennarar í verkfalli verða ekki í samskiptum við nemendur eða foreldra.
  • Moodle og TEMAS hópar verða opnir með því efni sem þar verður í upphafi verkfalls. Kennara verða ekki í samskiptum í gegnum Moodle eða TEAMS eða tölvupósti.
  • Skólinn verður opinn alla virka daga á dagvinnutíma.

Á meðan verkfalli stendur eru allir nemendur hvattir til að sinna náminu eins vel og þeir geta þótt kennsla falli niður. Munið að  halda í allar góðar venjur eins og að fá nægan svefn, vakna á morgnana til að sinna verkefnum, hreyfa sig reglulega og stunda áhugamál.

Verum bjartsýn og vonum að verkfallið leysist sem fyrst.

Hrafnhildur Hallvarðsdóttir

Skólameistari