Nemendur í FSN geta unnið sér inn námseiningar og samhliða því fengið markvissa þjálfun sem skilar þeim lengra í sinni grein sé öllum skilyrðum þar að lútandi fullnægt. Íþróttaakademía FSN er fyrir nemendur sem vilja stunda sína íþrótt með álagi afreksmanna samhliða bóknámi. Bóklega kennslan mun fela í sér nauðsynlegan fróðleik fyrir þá sem ætla að skara fram úr. Þeir þurfa að tileinka sér þann aga og lífsstíl sem þarf til að ná hámarksárangri í íþróttum, læra að tileinka sér hugsunarhátt afreksmanna, hugsa vel um eigin líkama, borða hollan og góðan mat, temja sér heilbrigt líferni og vera reglusamir í alla staði.
Hér er umsóknareyðublað fyrir þá sem hafa áhuga. Sólrún aðstoðarskólameistari og Agnes Helga námsráðgjafi geta aðstoðað ykkur við umsóknarferlið en lokað verður fyrir umsóknir föstudaginn 6. september.