Fjölbrautaskóli Snæfellinga hefur hafið samstarf við AFS á Íslandi sem gefur nemendum skólans kost á að sækja um að fara í skiptinám á fullum styrk frá Erasmus+. Þetta þýðir að nemendur geta farið í skiptinám án þess að leggja út í mikinn kostnað vegna dvalarinnar.
Hvað: Upplifðu það að vera ungmenni í öðru landi innan Evrópu, hjá fósturfjölskyldu, í nýjum skóla!
Hver: ert þú nemandi á aldrinum 16-18 ára og hefur áhuga á skiptinámi? Þá er þetta tækifæri fyrir þig
Hvenær: Brottför verður í ágúst eða september 2023
Möguleg lönd: Nokkur lönd í Evrópu í boði (Dæmi: Belgía Frönsku og flæmskumælandi, Slóvakía, Tékkland, Ítalía o.fl.)
Lengd: 3 mánuðir, 5 mánuðir eða 10 mánuðir
Fæ ég að velja landið? Nei - nemendur sem að vilja fara “hvert sem er” fá plús í kladdann :)
Athugið að sérstök áhersla er lögð á að veita nemum með færri tækifæri kost á að fara í skiptinám. En við tökum á móti öllum umsóknum, þannig ekki hika við að sækja um.
Umsóknarfrestur: 5. febrúar kl.23:59
Sækja um: hér
Hægt er að fá frekari upplýsingar með því að senda póst á info-isl@afs.org